Hvað leynist í fjársjóðskistunni?

Deildu þessu:

Kæru foreldrar og börn< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Hvað skyldi leynast í fjársjóðskistunni?

Fjársjóðskistan verður loksins opnuð Sunnudaginn 16. nóvember kl. 13 eftir hádegið í Kirkjubæ en þar er safnaðarsalur sem heldur vel utan um börn og foreldra. Skólinn verður starfræktur á þessum tíma í vetur og stendur yfir í um hálfa klukkustund. Að henni lokinni verður boðið upp á djús, kaffi og kex. Að þessu sinni verður leitast við að höfða til barna á aldrinum 5-9 ára en auðvitað eru yngri börn hjartanlega velkomin eins og verið hefur.

Á hverjum sunnudegi verður fjársjóðskistan opnuð en hún geymir ýmislegt sem börnum þykir forvitnilegt. Í skólanum ætlum við að syngja skemmtilega söngva, fræðast um Jesú og læra ýmsar bænir og biblíuvers en í biblíunni eru orð Jesú, besta vinar barnanna að finna. En orðin hans eru gersemi sem öllum er hollt að læra og varðveita í hjartanu. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Gamlir og góðir gestir koma reglulega í heimsókn og taka virkan þátt í skólanum en það eru brúðurnar, Mýsla og Músapési. Þau eru nú meiri grallararnir og uppátækjasöm eftir því. Það kemur nú allt saman í ljós í sunnudagaskólanum í vetur.

Starfsfólk sunnudagaskólans hlakkar til að sjá ykkur öll en þau eru Gunnar Árnason framhaldsskólakennari sem sóknarnefnd hefur ráðið til starfa en hann hefur mikla reynslu af barnastarfi frá Akureyri. Bóas Gunnarsson leikur á gítar. .Auk þeirra starfa við skólann, Magnea og Lilja Hauksdætur, Helga Gunnarsdóttir og Snædís Sara Guðjónsdóttir, Inga Ósk Jónsdóttir og Erna Hannesdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Öll börn fá gefna Kirkjubók frá kirkjunni ásamt poka og fallega límmiða í hvert skipti til að líma í bókina. Í bókinni fylgjumst við með því hvernig Mýslu og Músapésa gengur að læra í skólanum.

Mikið væri nú gaman ef við gætum tekið höndum saman, foreldrar og börn, og fjölmennt í sunnudagaskólann í vetur. Það er ekki hægt að gefa börnunum betra veganesti út í lífið en þann fjársjóð sem mölur og ryð fær ekki eytt.

Bestu kveðjur

Starfsfólk sunnudagaskóla Húsavíkurkirkju