Húsfyllir á vortónleikum Gospelkórsins

Deildu þessu:

Gospelkór Húsavíkurkirkju hélt sína árlegu vortónleika í kvöld í kirkjunni fyrir fullu húsi ásamt hljómsveit og gestasöngvurunum Ínu Valgerði Pétursdóttur og Kristjáni Þór Magnússyni. Tónleikagestir, á fjórða hundrað, voru á öllum aldri og skemmtu sér konunglega undir fallegum söng kórsins og einsöngvara. Hljómsveitin var pottþétt. Stjórnandi kórsins var Guðni Bragason. Kórinn mun næst syngja fyrir þátttakendur á Prestastefnu í móttöku sveitastjórnar í Sjóminjasafninu á þriðjudagskvöld.