Húsavíkurkirkju hefur borist gjöf

Deildu þessu:

Á aldarafmæli kirkjunnar, 2. júní 2007 barst Húsavíkurkirkju gjöf frá hjónunum Helgu Jónínu Stefánsdóttur og Guðmundi Hólmgeirssyni en þau tilkynntu þá að þau hefðu í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd falið Oddnýju Magnúsdóttur þjóðfræðingi að vefa grænan messuskrúða,  hökul og stólu. Í messu á fimmtudaginn kemur kl. 14, á Uppstigningardag verður messuskrúðinn helgaður af sóknarpresti í upphafi guðsþjónustunnar.  Sóknarbörn eru hvótt til að fjölmenna til kirkju.