Hollvinir
Á safnaðarfundi Húsavíkurkirkju sem haldinn var 7. mars sl. var samþykkt að stofna Hollvina-samtök Húsavíkurkirkju sem hafa það að meginmarkmiði að safna fé til viðhalds og viðgerðar á kirkjunni og safnaðarheimilinu Bjarnahúsi.
Kirkjan þarfnast nú verulegra endurbóta á turni, áætlaður kostnaður er um 10 milljónir króna. Fleiri nauðsynlegar viðgerðir eru yfirvofandi og hleypur því heildarkostnaður fyrirhugaðra framkvæmda á tugum milljóna.
Húsavíkurkirkja var reist á árunum 1906 – 1907 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar.
Húsavíkurkirkja er ein fallegasta byggingin á Húsavík og sannkallað staðartákn bæjarins. Hún gegnir einnig sínu hlutverki í trúar- og tónlistarlífi bæjarbúa.
Hafir þú áhuga á að gerast aðili að Hollvinasamtökum Húsavíkurkirkju hvetjum við þig til þess að hafa samband við einhvern af stjórnarmönnum hollvinasamtakanna.
Frjálst framlag til þessa verkefnis er ávallt vel þegið, óháð skráningu í Hollvinasamtökin.
Við minnum á nýlega stofnaðan söfnunarreikning Hollvinasamtakanna hjá Landsbankanum, númer 0133-15-000602 og kt.: 640169-5919.
Einnig er hægt að nálgast greiðslufyrirkomulag í gegnum “Gáttina” hér að ofan.
Fréttir frá Hollvinum má finna á facebooksíðu Hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju