Nú er kirkjubrúðkaupum að fjölga á Húsavík. Það finnst mér afar ánægjuleg þróun. Brúðhjón vilja í auknum mæli þiggja kirkjulega blessun fyrir hjónabönd sín. Í dag voru gefin saman í hjónaband í Húsavíkurkirkju Bylgja Steingrímsdóttir og Kristján Hjaltalín, Stórhóli 77, Húsavík. Svaramenn: Steingrímur Hallgrímsson og Jakob Gunnar Hjaltalín. Seinni part dags gengu í hjónaband í kirkjunni Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir og Sigmar Ingi Ingólfsson, Baughóli 22, Húsavík. Svaramenn: Ásgeir Kristjánsson og Ingólfur Hilmar Árnason.