Jaan Alavere tónlistarmaður og kennari, lést á heimili sínu 3.september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Jaan var nýráðinn organisti við Húsavíkurkirkju og hóf störf í ágústmánuði sl. Hann var ákaflega hæfileikaríkur tónlistarmaður og einstök manneskja. Hans er sárt saknað, við kveðjum með djúpu þakklæti og miklum söknuði. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu og dætra. Hvíl í friði, kæri Jaan.