Helgihald um jól og áramót í sókninni

Deildu þessu:

Aftansöngur á Aðfangadag kl. 18. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar sungnir ásamt jólasálmum sem allir þekkja. Miðnæturmessa kl. 23.30. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði. Kirkjukór Húsavíkur syngur í báðum messunum undir stjórn Judit György kirkjuorganista. Á jóldag verður helgistund á öldrunardeild sjúkrahússins kl. 12.30 og í Miðhvammi kl. 13.00. Athugið breyttan tíma. Kirkjukórinn syngur þar jólasálma við undirleik kirkjuorganistans. Síðan heldur kirkjukórinn til kirkju og syngur hátíðarmessu kl. 14.00. Á gamlársdag verður sunginn aftansöngur kl. 18. í kirkjunni. Ræðumaður er Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri Norðurþings. Kirkjukór Húsavíkur syngur þar undir stjórn Aladár Rácz. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna í jólamessurnar allar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.