Helgihald sunnudaginn 15. nóvember

Deildu þessu:

Sunnudaginn 15. nóvember verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undirst stjórn Judit György. Helgistund verður í Hvammi kl. 13, látinna minnst. Sunnudagaskóli verður kl. 14 í kirkjunni. Þar syngjum við hreyfisöngva, lítum í fjársjóðskistuna, hlustum á biblíusögu og fleira. Kirkjubangsinn tekur vel á móti börnunum og tuskudýrum þeirra.