Heimsókn frá Úganda

Deildu þessu:

Laugardaginn 18. október kl. 16.00 verður fræðslusamvera í Húsavíkurkirkju, einkum ætluð fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Maður frá Úganda að nafni David Ssedyabule segir frá aðstlæðum barna og ungmenna í fátæku landi. Hann segir frá uppvexti sínum og hverju Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi hefur breytt í þeirra heimahéraði. Fermingarbörn á landsvísu ganga síðan í hús 3 og 4. nóvember og safna fé til hjálpar munaðarlausum börnum í Úganda