Guðsþjónusta kl.11.00 á Uppstigningardag, 9. maí

Deildu þessu:

Nú á fimmtudaginn er Uppstigningardagur og jafnframt Dagur aldraðra í kirkjunni okkar.

Við komum saman og fögnum þessum degi í kirkjunni kl. 11.00- Sólseturskórinn syngur og stjórnandi er Hólmfríður Benediktsdóttir.

Fanney Óskarsdóttir og Erlingur Arason, úr stjórn Félags eldri borgara á Húsavík lesa ritningarlestra.

Kirkjugestum er síðan boðið að þiggja súpu og brauð í Bjarnahúsi að guðsþjónustu lokinni og njóta þar áfram samfélags.

Verið öll hjartanlega velkomin.