Guðsþjónusta 6.október kl. 11 – fundur um fermingarstörfin

Deildu þessu:

Sunnudaginn 6. október verður Guðsþjónusta kl. 11.00. Félagar úr Kirkjukór Húsavíkur syngja undir stjórn Judit György. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu verður fundur með foreldrum fermingarbarna í kirkjunni um fermingarstörfin þar sem fermingardagar vorsins verða ákveðnir. Fjölmennum!