Á sunnudaginn kl. 14 verður Gospelmessa í Sólvangi á Tjörnesi. Gospelkór Húsavíkurkirkju syngur undir stjórn Guðna Bragasonar. Jón Ármann Gíslason, prófastur prédikar. Sóknarprestur leiðir messuna. Að aflokinni messu verða kaffiveitingar í boði sóknarnefndar sem kvenfélagið á Tjörnesi sér um.