Sveitarstjórn Norðurþings tók vel á móti Prestastefnu í Sjóminjasafninu þriðjudagskvöldið 24.apríl Erla Sigurðardóttir flutti góða tölu í upphafi og bauð gesti velkomna
Gospelkór Húsavíkurkirkju söng beint frá hjartanu og hreif viðstadda. Guðni Halldórsson fræddi gesti um sögu Safnahússins. Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson flutti þakkarorð. Prestur íslendinga í Svíþjóð, sr. Ágúst Einarsson, gamall skólabróðir undirritaðs úr barnaskóla, spurði hvort ég gæti ekki komið með kórinn til Svíþjóðar? Slíkar voru undirtektirnar. Mér datt nú strax í hug hvort ekki væri hægt að tengja heimsókn kórsins til Svíþjóðar verkefninu í kringum Garðar Svavarsson hér heima sem forseti Íslands og Svíakóngur eru verndarar fyrir?