Góð heimsókn í Bjarnahúsi- skyndihjálparfræðsla fyrir foreldra

Deildu þessu:

Á fimmtudögum er opið hús fyrir foreldra og ungbörn þeirra frá klukkan 11.00 – 13.00, ( stundum erum við lengur ;)  )

Í dag vorum við svo lánssöm að fá Eystein Kristjánsson sjúkraflutningamann í heimsókn. Hann ræddi um ýmislegt sem gott er að vita og rifja upp, sem við kemur ungbörnunum okkar. Hann minnti okkur t.d. á að horfa gagnrýnum augum á heimilið okkar, ( og annarra, við hjálpumst að við að tryggja öryggi barnanna og bendum á það sem betur má fara) og vera vakandi yfir hættum, hvar geymum við t.d. uppþvottaduftið ? Einnig fjallaði hann um brunasár, hita- og krampaköst og aðskotahluti í hálsi og fyrstu hjálp og hvað ef barn dettur og tennurnar skemmast? Já, það er að mörgu að hyggja. Frábær mæting var í dag, þrátt fyrir að veðrið hafi verið frekar leiðinlegt, þá létu foreldrar það ekki aftra sér. Foreldrarmorgnar eru líka dýrmæt samvera til að skiptast á ráðleggingum, reynslu og þekkingu og auðvitað að njóta félagsskapar. Við þökkum Eysteini kærlega fyrir uppbyggjandi og skemmtilega fræðslu og öllum þeim sem komu, börnum og fullorðnum .

 

Næsta fræðsla verður 16.febrúar þá spjalla ljósmæðurnar Aníta og Hulda Þórey um fjölskylduvenjur, næringu og svefn.