Hjónin Helga Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur A Hólmgeirsson gáfu Húsavíkurkirkju grænan hökul og stólu sem Oddný Magnúsdóttir óf. Þorbjörg Björnsdóttir saumakona aðstoðaði hana. Messuskrúðinn var helgaður í guðsþjónustu aldraðra á Uppstigningardag þar sem Sólseturskórinn söng við undirleik Judit György. Kórinn sinnti sínu hlutverki afar vel sem áður. Prófastur Jón Ármann Gíslason las ritningargreinar í guðsþjónustunni. Oddný lýsti verki sínu og afhenti greinargerð um verkið sem sóknarnefnd mun varðveita um ókomna framtíð. Sóknarprestur helgaði hökulinn og stóluna og flutti prédikun þar sem hann talaði m.a. um táknmál hökulsins og stólunnar. Ræðuna er að finna hér.
Að lokinni guðsþjónustu voru kaffiveitingar í Bjarnahúsi í boði sóknarnefndar sem aldrei þessu vant setti á sig svuntur og bökuðu ýmis konar góðgæti og báru á borð. Ég verð nú að hrósa sóknarnefndinni fyrir framtakið.