Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgd á því liðna

Deildu þessu:

Starfsfólk Húsavíkursóknar /Húsavíkurkirkju þakkar sóknarbörnum kærlega fyrir samfylgd á liðnu ári. Árið 2023 var viðburðarríkt og skemmtilegt, bæði hvað varðar safnaðarlíf og ekki síst fyrir þær sakir að ráðist var í miklar framkvæmdar á lóð kirkjunnar og þar með bætt aðgengi fyrir alla. Hér væri hægt að skrifa langt mál um allt það sem á dagana dreif í kirkjustarfinu, en sumum finnst meira gaman að skoða tölur. Húsavíkurprestur var að skila af sér skýrslum og setti til gamans niður á blað helstu tölur hvað varðar athafnir í kirkjunni skv. kirkjubókum og dagbók sinni frá síðasta ári.

Ánægjulegt er að skírnum hefur fjölgað aftur á síðustu árum. En  alls var  21 barn skírt  árið 2022 og hefði orðið það líka árið 2023 en vegna veikinda hjá Húsavíkurpresti varð að fresta og afbóka tvær  skírnir í desember svo þær urðu 19, en samanlagður fjöldi skírna í prestakallinu nýja, Þingeyjarprestakalli, er 27.

Áhugavert er einnig að sjá að fjöldi hjónavígsla árið 2023 hefur aukist. Fara þarf til ársins 2003 til að sjá sama fjölda.  Árin 2013 og 2023 skera sig þó nokkuð úr hvað varðar fjölda hjónavíglsna. Fjöldi útfara er á bilinu 14- 24 síðastliðin ár.

Megi Guð blessa nýtt ár og starfið í kirkjunni okkar.