Gjaldskrá
Gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar er gefin út af kjaranefnd Prestafélags Íslands.
Þessi gjaldskrá tók gildi 2. febrúar 2022
Skírn í sérstakri athöfn í kirkju, heimahúsi eða sal
7.418 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
14.834 kr.
Fermingarfræðslugjald
21.000 kr.
Æfing vegna hjónavígslu
0 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
10.597 kr.
Hjónavígsla
13.776 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
21.195 kr.
Kistulagning
8.478 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
15.895 kr.
Útför
31.791 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
38.149 kr.
Athöfn við jarðsetningu duftkers eða kistu, sem er ekki í beinu framhaldi af útför
14.834 kr.
Gjald utan dagvinnutíma
14.834 kr.
Greiðsla ferðakostnaðar skal miðast við almennt akstursgjald ríkisstarfsmanna skv. gildandi auglýsingu ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og vera í samræmi við þau viðmið sem fram koma í 2. mgr. þessarar greinar. Þéttbýli skv. 2. mgr. telst vera þar sem íbúar eru 4.000 eða fleiri en dreifbýli þar sem þeir eru færri.
- Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í þéttbýli sé að hámarki 24 km.
- Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í dreifbýli sé að hámarki 60 km.
- Akstur vegna greftrunar í þéttbýli sé 12 km. Við bætast 12 km ef kistulagning er sérstök athöfn og enn fremur ef prestur kemur að frágangi duftkers í grafreit.
- Aksturskostnaður vegna greftrunar í dreifbýli sé að hámarki 1/3 af kostnaði vegna þóknunar prests skv. gjaldskrá, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 155/2005.
Ferðakostnað prests vegna skírnar og hjónavígslu greiðir sá sem beiðist verksins, sbr. 1. og 2. liði. Presti ber að upplýsa greiðendur fyrirfram um ferðakostnað. Ekki skal greiða ferðakostnað vegna fermingar.