Afkomendur Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Ásgeirsdóttur komu saman til ættarmóts á Húsavík og nágrenni um mánaðarmótin. Að morgni laugardags komu þeir saman í kirkjunni til minningarstundar þar sem sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti tölu og afkomendur sungu sálma við undirleik Björns Leifssonar organista á Kópaskeri. Að því loknu skoðuðu þeir Bjarnahús og nágrenni undir leiðsögn Sigurjóns Jóhannessonar. Sunnudaginn 1. júlí var sungin messa í kirkjunni þar sem sr. Halldór prédikaði og sr. Kristján Björnsson þjónaði fyrir altari en hann er mægður inn í ættina. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Björns Leifssonar. Í lok messu brá til mikilla tíðinda en þá bárust Bjarnahúsi veglegar gjafir en eins og kunnugt fær söfnuðurinn húsið til afnota 1. september n.k. Fyrst skal telja einnar milljóna króna gjöf frá hjónunum Baldri Bjarnasyni og Þóreyju Önundardóttur. Síðan skal getið hundrað þúsund króna framlags frá Bryndísi Bjarnadóttur til kaupa á hljóðfæri í húsið. Dóttir Bryndísar afhenti gjöfina fyrir hönd móður sinnar sem var fjarstödd. Sóknarprestur veitti höfðinglegu gjöfunum viðtöku fyrir hönd safnaðarins og bað Guð að blessa glaða gefendur. Síðan leysti hann gefendur út með blómvendi og gjöfum