Sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 20 verður fyrsta Gospelmessa vetrarins í Húsavíkurkirkju. Guðni Bragason stjórnar Gospelkór kirkjunnar og sr. Gylfi Jónsson héraðsprestur þjónar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna í fyrstu Gospelmessu vetrarins og eiga góða stund í fögrum helgidómi.
