Frábærar móttökur í messuheimsókn

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur hélt ásamt mökum og sóknarpresti í messuheimsókn til Hvammstanga 22.-23.nóvember. Mótttökurnar voru frábærar. Farið var í skoðunarferðir um næsta nágrenni og gist á Gauksmýri. Sóknarnefndin á staðnum, kirkjukór og prestur gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að gera okkur þessa heimsókn ógleymanlega. Hápunktur heimsóknarinnar að mínu mati var sunnudagsmessan þar sem hvert sæti var skipað í kirkjunni og á kórlofti. Áformað er að stofna til vinatengsla við þennan söfnuð.