Alls söfnuðust kr. 222.760 í söfnun fermingarbarna á Húsavík fyrir Hjálparstarf kirkjunnar 8. nóvember. s.l. Ég minnist þess ekki að fermingarbarnahópi á Húsavík hafi tekist jafn vel upp í þessari söfnun sem nú fór fram í 13. skipti. Peningunum verður vel varið í vatnsverkefni í Afríku eins og áður. Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér Hjálparstarf kirkjunnar er beint á vefsíðuna www.help.is og á eftirfarandi síðu þar sem verkefnið er kynnt sem börnin tóku þátt í http://www.youtube.com/user/Hjalparstarf
