Frábær árangur fermingarbarna

Deildu þessu:

Fermingarbörn á Húsavík söfnuðu kr. 187.080 í þrettán söfunarbauka í gærkvöldi á Húsavík. Þau eru okkur frábærar fyrirmyndir. Glaðbeitt og bjartsýn héldu þau af stað úr kirkjunni og gengu skipulega í hvert hús. Þegar þau skiluðu baukunum þá sögðu þau frá reynslu sinni af söfnuninni. Þeim var mjög vel tekið af húsvíkingum. Til gamans má geta þess að einn gefandinn spurði hvort nú væri verið að safna fyrir Harley Davidson mótorhjóli handa sóknarprestinum ! Ég man ekki eftir jafn góðum árangri í söfnun fermingarbarna á Húsavík á s.l. 11 árum.  Hafi börnin og gefendur bestu þakkir fyrir.