Fornir sálmar í kirkjunni þinni

Deildu þessu:

Jóhanna Halldórsdóttir barrokksöngkona mun syngja forna sálma í Húsvíkurkirkju í guðsþjónustu í kirkjunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11.00. Hún hefur fengið stuðning Menntamálaráðuneytisins til þess að syngja forna sálma undirleikslaust í kirkjum landsins. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en er nú komin heim til Íslands.  Kirkjukór Húsavíkur annast annan messusöng undir stjórn Judit György og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Fjölmennum til guðsþjónustu 17. júní kl. 11.00