Fjölsóttir tvennir gospeltónleikar

Deildu þessu:

Gospelkór Húsavíkurkirkju hélt tvenna tónleika í Húsavíkurkirkju föstudagskvöldið 8. maí. Góð aðsókn var að báðum tónleikunum þrátt fyrir hryssingslegt veður. Á dagskrá voru 12, lög, flest gospellög sem kórinn flutti fallega af miklu öryggi. Stjórnandanum Guðna Bragasyni hefur tekist vel upp með kórinn á undanförnum árum þannig að hann er kominn í fremstu röð meðal gospelkóra á landinu. Gestasöngvari var Stefán Hilmarsson, þjóðkunnur söngvari sem söng nokkur lög af innlifun með kórnum. Hljómsveitina og hljóðmann skipuðu valinkunnir húsvíkingar sem skiluðu sínu hlutverki með sóma.