Fjölsóttar helgistundir í Hvammi

Deildu þessu:

Helgistundirnar í Hvammi eru ætíð fjölsóttar á sunnudögum. Heimlisfólk syngur sálma sem það þekkir við undirleik kirkjuorganistans Judit György og hlýðir á guðspjallið sem sóknarprestur útleggur. Beðnar eru fallegar bænir, allir biðja saman Faðir vorið og meðtaka blessun Drottins í lokin. S.l. sunnudag sá nemandi Juditar úr tónlistarskólanum um að leika forspil og eftirspil á piano. Hún heitir Hrund og er dóttir Erlu Sigurðardóttur og Óskars Óla Jónssonar. Fórst henni það vel úr hendi.