Á Páskadagsmorgun var sungin messa. Kirkjukór Húsavíkur söng Hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar í heild sinni enda var altarissakramentið haft um hönd. Sóknarprestur ræddi um Páskaboðskapinn og hvatti fermingarbörnin sem hann fermdii til að reynast náunga sínum Kristur á vegferð þeirra í gegnum lífið. Eftir hádegið voru helgistundir á öldrunardeild og í Hvammi þar sem Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans.