Um 100 sóttu jólastundina í kirkjunni 3. sunnudag í aðventu. Almennur söngur var við undirleik organistans. Börn úr TTT sýndu leikritið Miskunnsama brettastelpan og lásu jólasögu við mjög góðar undirtektir. Jólasveinninn vakti töluverða kátínu kirkjugesta á öllum aldri er hann talaði við Engilráð og Rebba. Að lokum var jólatréð í kirkjunni skreytt með englamyndum sem TTT krakkarnir höfðu búið til.