Fjölsótt æskulýðsmessa

Deildu þessu:

Æskulýðsmessan s.l. sunnudag 22. mars var vel sótt að þessu sinni. Fermingarbörn tóku virkan þátt í henni ásamt börnum úr sunnudagaskólanum, Kirkjukórnum og organista. Formið var frjálslegt og höfðaði til barnanna. Fermingarbörnin fluttu hugvekju út frá 23. Davíðssálmi og starfsfólk sunnudagaskólans fluttu brúðuleikrit. Vinsælir hreyfisöngvar hreyfðu við kirkjugestum, ungum og öldnum.