Fjölskylduhátíð á Vestmannsvatni sunnudaginn 10. apríl

Deildu þessu:

Sunnudaginn 10. apríl býður Kirkjumiðstöðin á Vestmannsvatni öllum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi til skemmtilegrar og notalegra samverustundar. Við hefjum dagskrána kl. 11.30 með hefðbundnum sunnudagaskóla þar sem verður mikill söngur, biblíusögur um atburði föstudagsins langa og páskadags. Þar að auki munu Konni kirkjufugl, Rebbi refur og fleiri vinir kirkjuskólans koma í heimsókn. Krakkar úr TTT-starfi Húsavíkurkirkju aðstoða.

Myndir til að lita fyrir börnin auk þess sem við förum í létta leiki með þeim. Boðið verður upp á pylsur og svaladrykk á eftir og einnig verður heitt kaffi á könnunni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Umsjón er í höndum sr. Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda línu á netfangið sera.halla@gmail.com fyrir 7. april, eða hafið samband í síma 820 72 75  (hjá Sólveig Höllu sem veitir nánari upplýsingar)