Fjölskylduferð Gospelkórsins

Deildu þessu:

Sunnudaginn 16. nóvember sl. fór Gospelkór kirkjunnar, ásamt mökum sínum og börnum, í Torfunes í Köldukinn. Markmiðið var að eiga saman skemmtilegan dag með kórfélögunum og fjölskyldum þeirra.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Við komum í Torfunes um kaffileytið og þar tók Baldvin á móti okkur í nýju reiðskemmunni. Þar fengum við að valsa um, skoða og klappa hestum, kindum og hundinum Torfa og Baldvin fræddi okkur um hestana og starfsemina í Torfunesi.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Síðan fengu þeir sem vildu að fara á hestbak og var yngsta kynslóðin mjög dugleg og sáust margir upprennandi hestamenn. Nokkrar mömmur létu sig líka hafa það að skella sér á bak en feðurnir voru frekar í því að hjálpa börnum á bak, teyma undir o.s.frv.

Þegar reiðmennsku var lokið borðuðum við grillaðar pylsur, kaffi og nammi.

Móttökurnar í Torfunesi voru frábærar og skemmtu börn og fullorðnir sér vel og mun það örugglega verða árlegur viðburður að halda slíkan fjölskyldudag.