Fjölmennum í Sunnudagaskólann með börnin og barnabörnin

Deildu þessu:

Sunnudagaskóli verður í Bjarnahúsi 4. mars kl. 11. Stundin tekur um 40 mínútur. Konni fugl tekur á móti börnunum. sr. Sighvatur og fermingarbörnin sjá um að miðla uppbyggilegum boðskapnum um Jesú til barnanna í tali og tónum. Rebbi og Mýsla tala til barnanna í brúðuleikhúsinu. Sýndur verður stuttur þáttur í Sjónvarpinu með Hafdísi og Klemma sem fjalla um efni sem tengist boðskap dagsins og börnin sjá skjávarpamyndir um leið og þau heyra guðspjall dagsins sem útfært hefur verið við þeirra hæfi. Afmælisbörn fá gjafir og svo má ekki gleyma gömlu góðu hreyfisöngvunum. Svo erum við að kenna börnunum nýtt lag sem nefnist Takk. Ég hvet ykkur til að fjölmenna með börnin og barnabörnin í sunnudagaskólann. Sjáumst hress.