Um 140 sóttu jólastund fjölskyldunnar í Húsavíkurkirkju þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember.Fram komu fermingarbörn, börn úr TTT, sunnudagaskólanum, nemendur úr tónlistarskólanum. Mæðgurnar Hulda Björk og Ragnheiður Diljá sungu jólalög. Stekkjastaur kom í heimsókn í kirkjuna ásamt Mýslu og Músapésa og skemmtu börnunum. Almennur söngur var við undirleik Judit György. Að lokum sungu allir saman sálminn Heims um ból.