Fjölmenn og skemmtileg Jólastund

Deildu þessu:

Um 130 sóttu Jólastund fjölskyldunnar í Húsavíkurkirkju í morgun. Fjölbreytt dagskrá var í boði. Var ekki annað að sjá en að kirkjugestir og þátttakendur skemmtu sér vel.  Nemendur úr tónlistarskólanum léku á fiðlur, pianó og orgel kirkjunnar. TTT sýndi jólahelgileik. Sunnudagaskólabörnin sungu og hrifu kirkjugesti með sér í hreyfisöngvum undir stjórn sr. Sólveigar Höllu.  Jólasveinn mætti óvænt í kirkjuna og vakti að vonum mikla lukku hjá yngri kynslóðinni og gaf börnunum mandarínur.