Fiðlutónleikar og messa í Húsavíkurkirkju

Deildu þessu:

Hjörleifur Valsson heldur einleikstónleika í Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 17. Miðaverð kr. 2000. Hann mun leika á Stradivari fiðlu sem er frá árinu 1732. Á sunnudeginum leikur hann á fiðluna í messu kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Aladár Rácz. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna á tónleikana og í messuna.