Fermingarárgangur vetrarins telur um 40 börn. Að venju var efnt til fermingarbúða að Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn síðla ágústmánaðar þar sem börnin dvöldu í tæplega tvo sólarhringa. Börnin sóttu síðan messu s.l. sunnudag ásamt foreldrum sínum. Að aflokinni messu bauð sóknarnefnd þeim upp á veitingar á veitingahúsinu Sölku þar sem fermingarstörfin voru kynnt og fermingardagar vorsins ákveðnir. Í messunni vöktu börnin athygli kirkjugesta fyrir það hversu hljóð og stillt þau voru er þau hlýddu á ræðuna.