Fermingarskóli á Vestmannsvatni

Deildu þessu:

Næsti fermingarárgangur heldur að Kirkjumiðstöðinni að Vestmannsvatn í dag til sólarhringsdvalar í fallegu umhverfi þar sem ýmislegt verður boðið upp á til fræðslu og skemmtunar, m.a. kanóróður á vatninu, göngutúrar og berjatínsla. Fermingarbörn hafa sótt þennan skóla óslitið síðan 2003. Umsjón hafa auk sóknarprests, sr.Þorgrímur Daníelsson og starfsfólk búðanna. Þess er vænst að foreldrar sæki lokasamveruna annað kvöld, 21. ágúst kl. 21.