Fermingarbörnin slógu söfnunarmet á Húsavík

Deildu þessu:

Einbeitt og glöð héldu fermingarbörnin af stað með tuttugu innsiglaða söfnunarbauka á þriðjudag og slógu söfnunarmet fermingarbarna á Húsavík og söfnuðu alls kr. 194.370 á þremur klukkustundum. Í fyrra söfnuðust kr. 187.080. Fermingarbörnin eru okkur frábærar fyrirmyndir enda var þeim afar vel tekið af sóknarbörnum er þau knúðu dyra. Hafið bestu þakkir fyrir.  Peningunum verður varið í vatns-og þróunarverkefni í nokkrum löndum í Afríku í samstarfi við samstarfsaðila Hjálparstarfs kirkjunnar.