Fermingarbörn tóku þátt í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Deildu þessu:

Miðvikudaginn 30. október tóku fermingarbörn Húsavíkursóknar þátt í árlegri söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Þátttaka var góð og veðrið indælt þennan dag.  Söfnunin fór fram milli klukkan 18.00 -20.00. Að henni lokinni söfnuðust fermingarbörn ásamt presti og meðhjálpara kirkjunnar saman á Sölku og gæddu sér á gómsætum pizzum. Við þökkum kærlega öllum þeim sem lögðu lið. Fyrr í október mánuði kom Kristín Ólafsdóttir starfsmaður Hjálparstarfsins og fræddi okkur um mikilvægi söfnunarinnar og í hvað fjármunirnir muni nýtast, það var mjög skemmtileg á fræðandi heimsókn sem við þökkum kærlega fyrir. 74841941_570489113493271_1217349699128786944_n hk1 DSC_7738 hk