Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Deildu þessu:

Fermingarbörn ganga í hús á Húsavík þriðjudaginn 4. nóvember frá kl. 18 -20 og safna fé fyrir munaðarlaus börn í Úganda á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Meðferðis hafa þau innsiglaða bauka, merkta Hjálparstarfi kirkjunnar. Fermingarbörn í rúmlega 60 sóknum á landinu taka þátt í verkefninu eins og undanfarin ár. Þessi árlega söfnun hefur verið einn af hornsteinunum í starfi Hjálparstarfi kirkjunnar síðustu árin en söfnunin hefur jafnan gengið mjög vel. Nú þegar kreppir að í þjóðfélaginu er mikilvægt að gleyma ekki hinum minnsta bróður nær og fjær. Söfnunarfénu verður varið til að bæta aðstæður barna í Úganda sem misst hafa báða foreldra sína úr eyðni.