Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Deildu þessu:

Fermingarbörn á Húsavík ganga í hús á Húsavík mánudaginn 31 október frá kl. 18.00 -20.00 og safna peningum í innsiglaða bauka til styrktar vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í   Eþíópíu í Afríku.  Í fyrra söfnuðu fermingarbörn á landinu 8 milljónum króna.  Tökum vel á móti fermingarbörnunum og leggjum okkar af mörkum.  Sjá skjáauglýsingar og  www.help.is     Með fyrirfram þakklæt.  Sr. Sighvatur Karlsson og Guðbergur Ægisson, tengiliður sóknarinnar við Hjálparstarf kirkjunnar.