Fermingarbörn knýja dyra í dag á Húsavík

Deildu þessu:

Fermingarbörn á Húsavík knýja dyra í dag hjá húsvíkingum með innsiglaða bauka, merkta Hjálparstarfi kirkjunnar sem stendur nú fyrir árlegri söfnun með aðstoð fermingarbarna á landsvísu. Fénu verður varið til þróunarverkefna í Afríku sem hjálparstarfið sinnir í samstarfi við heimafólk. Á undanförnum árum hafa fermingarbörn safnað fyrir andvirði vatnsbrunns sem þjónað getur þúsund manna þorpi í áratugi. Húsvíkingar hafa jafnan tekið vel á móti börnunum sem er þakkarvert. Þau ganga í hús milli kl. 17.30 og 20.00. Umsjón með þessari söfnun hafa sóknarprestur og Óskar Jóhannsson meðhjálpari og fulltrúi sóknarinnar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.