Ertu að drepast úr stressi?

Deildu þessu:

Sóknarprestur velti þessari spurningu m.a. fyrir sér í prédikun sinni sem hann flutti í kirkjunni í dag. Þar sagði hann:

“Hlutir geta orðið byrði á margvíslega vegu. Máttur auglýsinganna er mjög mikill. Þær geta fengið okkur til þess að borða sérstaka korntegund á morgnana jafnvel þótt það bragðist eins og ofeldað gamalt dagblað! Auglýsingar leggja þá byrði á konur að þær þurfi að kaupa háhælaða támjóa skó sem eru stórhættulegir fyrir ökklann og tærnar sem afmyndast.

Auglýsingar fyrir börn á barnatíma sjóvarpsstöðvanna fá börnin til að nauða í foreldrum sínum að kaupa leikföng. Blessaðir foreldrarnir gefast upp fyrir nauðinu í börnunum og kaupa leikföng fyrir 70 milljónir í Toy´s a rus í opnunarvikunni í Reykjavík. Við eigum ekki að leggja þessar byrðar á börn sem auglýsingarnar eru. Fjarlægjum þær úr barnatímum sjónvarpsstöðvanna. Leyfum börnunum að vera börn en ekki ungir neytendur”.