Ég hef ákveðið í samráði við sóknarnefnd, kirkjuorganista og kirkjukór Húsavíkur að hafa ekki miðnæturmessu á aðfangadagskvöld að þessu sinni vegna dvínandi kirkjusóknar á jólum undanfarin ár. Aftansöngurinn kl. 18 verður eftir sem áður og Hátíðarguðsþjónusta á Jóladag kl. 14. og Aftansöngur á gamlársdag kl. 18. Við skoðum svo málið að ári varðandi miðnæturmessu. Þá væri þjóðráð að efna til skoðanakönnunar varðandi miðnæturmessuna og tímasetningu á aftansöngnum á aðfangadag.
