Fjölmenni var við guðsþjónustu í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 4. október. Sóknarprestur þjónaði og fermingarbörn lásu lexíu og pistil dagsins. Nicole, áströlsk kona sem eitt sinn var skiptinemi á Húsavík lék á piano fyrir messuna og söng. Skírn setti skemmtilegan svip á messuna þar sem söfnuðurinn bauð barnið velkomið í kirkju Jesú Krists.
Sóknarprestur skírði Elísabetu Steingrímsdóttur, dóttur Elfu Guðmundsdóttur og Steingríms A Jónssonar. Skírnarvottar voru Rannveig Jónsdóttir, Fanney Steingrímsdóttir og Hrefna Steingrímsdóttir. Að messu lokinni var fundur um fermingarstörfin í kirkjunni með foreldrum og börnum.