Dagur gegn einelti, 8. nóvember

Deildu þessu:

Kirkjuklukkum Húsavíkurkirkju verður samhringt á morgun þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.00 til að minna á Dag gegn einelti.  Við viljum að það hljómi hátt og skýrt að við tökum undir með þeim sem gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd.  Kirkjuklukkum verður hringt um land allt af þessu tilefni.