Dagskrá 1. sunnudag í aðventu, 2. desember.

Deildu þessu:

Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á n.k. sunnudag 2. nóvember. Að venju verður sunnudagaskóli kl. 11. Ég hvet sóknarbörn til þess að fjölmenna með bönin og barnabörnin. M.a. verður kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem heitir spádómakertið.

Á sunnudagskvöldið kl. 20 verður Poppmessa í umsjá Gospelkórs Húsavíkurkirkju. Gestasöngvari syngur með kórnum og hljómsveit leikur undir. Sóknarprestur flytur hugleiðingu og leiðir stundina. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna í kirkjuna í upphafi aðventu.