Undanfarin ár hefur börnum í sunnudagaskólanum verið kennt að gefa krónu fyrir kærleiksverk. Peningana hafa þau látið í svokallaðan Brosbauk. Þeir renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sóknarprestur fór með nærri fullan bauk í bankann um daginn. Alls höfðu safnast kr. 6801 kr. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þessa peninga í þágu barna í Afríku. Það er hægt að fræðast um það á vefsíðu hjálparstarfsins www.help.is.