Bréf til safnaðanna í Þingeyjarprestakalli

Deildu þessu:

Bréf til safnaðanna í Þingeyjarprestakalli – Janúar 2023
Bætt skipulag prestsþjónustu
Á nýju ári hyggjumst við prestar í Þingeyjarprestakalli taka upp aukna samræmda skipulagningu varðandi vaktir og önnur störf okkar. Þetta er gert til að jafna starfsálag og koma til móts við nútíma kröfur um fyrirsjáanleika varðandi starfstíma. Þá er því ekki að leyna að samkvæmt nútíma reglum eiga allir rétt á a.m.k. tveimur frídögum í viku að meðaltali.
Er það von okkar að þau sem leita eftir prestsþjónustu sýni þessu skilning og að þetta leiði til almennt bættrar þjónustu. Sú kirkjudagbók sem hér fer á eftir er gefin út með fyrirvara um að einhverjar breytingar geti átt sér stað. Við hvetjum fólk til að fylgjast með auglýsingum á heimasíðum kirknanna
Sólveig Halla Kristjánsdóttir.
Þorgrímur Daníelsson
Örnólfur J. Ólafsson.
KIRKJUDAGBÓKIN
Kirkjustarf í Þingeyjarprestakalli janúar – febrúar 2024
1. janúar: Messa Skútustöðum kl. 14:00 Prestur Örnólfur.
21. janúar: Helgistund Hvammi kl. 14:00. Prestur Þorgrímur.
4. febrúar: Messa Reykjahlíð kl. 11:00. Prestur Örnólfur.
4. febrúar: Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi kl. 11.00
4. febrúar: Helgistund Hvammi kl. 14:00. Prestur Sólveig .
4. febrúar: Messa Húsavík kl. 20:00. Prestur Sólveig.
7. febrúar: Morgunstund – bæn og spjall kl.11.00 á Skógarbrekku
11. febrúar. Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi kl. 11.00
14. febrúar: Kyrrðar- og bænastund Einarsstöðum kl. 20:00
18. febrúar: Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi kl. 11.00
18. febrúar: Messa Húsavík kl. 11:00. Prestur Þorgrímur.
18. febrúar: Helgistund Hvammi kl. 14:00. Prestur Þorgrímur.
21. febrúar: Morgunstund – bæn og spjall kl.11.00 á Skógarbrekku
25. febrúar Messa Einarsstöðum kl. 11:00 Prestur Þorgrímur
25. febrúar Messa Grenjaðarstað kl. 14:00 Prestur Þorgrímur