Október er helgaður árvekni gegn brjóstakrabbameini. Við bjóðum nú til bleikrar messu, með ljúfri tónlist og Halla Loftsdóttir segir reynslusögu en sr. Sólveig Halla leiðir stundina.
Gullmolarnir Siggi Illuga, Guðni Braga, Unnsteinn Júlíusson og systurnar Svava og Bylgja sjá um tónlistina. Að messu lokinni og fram til klukkan fimm stendur Krabbameinsfélag Suður – Þingeyinga fyrir sölu á ljúffengu vöfflukaffi í Bjarnahúsi fyrir gesti og gangandi. Kaffi og vaffla á kr. 1000- athugið að ekki er posi á staðnum. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Með þessu framtaki vilja Húsavíkursókn og Krabbameinsfélag S-Þingeyinga taka þátt í söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalann og styðja um leið Krabbameinsfélagið okkar. Við hvetjum því allt til að fjölmenna í messu.
Húsvíkingar og nærsveitarfólk veriði velkomin.