Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngur, einsöngur: Ásgeir Böðvarsson, organisti er Jörg Erich Sondermann.
Einnig flytur ,,Bleikamessubandið“ þau Unnsteinn, Sveinbjörn, Bylgja, Svava og Binni nokkur lög og byrja að spila 10 mínútur fyrir messu.
Fermingarbörn aðstoða ásamt félagskonum frá Krabbameinsfélaginu og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir leiðir samveruna.
Við hvetjum ykkur til að styrkja Krabbameinsfélag Suður- Þingeyinga en söfnunarbaukur verður í kirkjuanddyrinu.
Notaleg og uppbyggileg stund, Við sjáumst í kirkjunni !